Valur fór létt með Hauka

Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir grípur boltann í leiknum í kvöld.
Haukakonan Elísabeth Ýr Ægisdóttir grípur boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur er kominn í 2:0 eftir að Valsliðið fór illa með Hauka, 72:50, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld. 

Valur vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 73:71, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið gegn Keflavík eða Njarðvík.

Valskonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og settu sjö fyrstu stig leiksins. Valur hélt góðri forystu sinni áfram og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 18:14.

Í öðrum leikhluta spiluðu Haukakonur betur á milli sín en nýttu færi sín afar illa. Valskonur refsuðu Haukum trekk í trekk fyrir það og leiddu með 11 stigum í hálfleik, 36:25. 

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu 7:0 kafla og minnkuðu muninn í fjögur stig. Eftir það náðu Valskonur aftur tökum á leiknum og leiddu enn með ellefu stigum að þriðja leikhluta loknum, 49:38. 

Valskonur voru miklu betri í fjórða leikhluta og sýndu mikinn karakter. Að lokum vann Valsliðið með 22 stigum, 72:50, og er í kjörstöðu að komast í úrslitaleikinn.

Kiana Johnson var að vanda atkvæðamest í liði Vals með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar. Hildur Björg Kjartansdóttir átti einnig frábæran leik fyrir Val með 18 stig og 15 fráköst. 

Næsti leikur liðanna fer fram í Ólafssal á sunnudaginn kemur.  

Gangur leiksins:: 7:0, 11:3, 13:10, 18:14, 24:16, 29:18, 31:21, 36:25, 36:28, 37:32, 44:36, 49:38, 51:40, 56:41, 61:48, 72:50.

Valur: Kiana Johnson 22/7 fráköst/9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 18/15 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9, Simone Gabriel Costa 6, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 16/12 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4/7 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/6 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 3/3 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2, Helena Sverrisdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Johann Gudmundsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 298

Valur 72:50 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert