Njarðvík vann sterkan sigur á Grindavík, 94:86, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar eru því komnir í 2:0 og eru í kjörstöðu en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.
Njarðvík vann fyrsta leik liðanna í Ljónagryfjunni, 87:84, í hörkuleik en Njarðvík hafnaði í öðru sæti deildarinnar og Grindavík í því sjöunda.
Njarðvíkingar voru skrefi á undan allan fyrri hálfleikinn en stungu Grindvíkinga aldrei almennilega af. Að loknum fyrsta leikhluta leiddi Njarðvík með sex, 25:19.
Annar leikhluti var meira af því sama en Grindvíkingar náðu að minnka muninn í eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af honum, 39:40.
Njarðvík lauk leikhlutanum þó betur og leiddi í hálfleik með fimm, 48:43.
Grindavík komst fyrst yfir á 27. mínútu, 63:62, en aftur náði Njarðvík forystunni og leiddi að lok þriðja leikhluta, 69:66.
Fyrstu sex mínúturnar af fjórða leikhluta voru hnífjafnar en eftir þær tók reynsluboltinn Haukur Helgi Pálsson yfir leikinn. Hann setti tíu stig á síðustu þremur mínútunum og gekk frá leiknum.
Að lokum vann Njarðvík sterkan útisigur og er í kjörstöðu með tvo sigra gegn núll. Njarðvík getur tryggt sér í undanúrslitin með sigri í Ljónagryfjunni á þriðjudaginn kemur.
Ásamt Hauki átti Dedrick Basile frábæran leik í kvöld en hann setti 30 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haukar sjálfur setti 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Damier Erik Pitts var stigahæstur í liði Grindavíkur með 24 stig. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Gangur leiksins:: 5:8, 12:16, 14:23,<span> </span><strong>19:25</strong>, 27:29, 30:37, 39:40,<span> </span><strong>43:48</strong>, 47:54, 53:57, 63:62,<span> </span><strong>66:69</strong>, 71:72, 76:77, 82:85,<span> </span><strong>86:94</strong>.
<strong>Grindavík<span> </span></strong>: Damier Erik Pitts 24, Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst/5 stolnir, Zoran Vrkic 17/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 8, Nökkvi Már Nökkvason 8, Gkay Gaios Skordilis 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 3.
<strong>Fráköst</strong>: 20 í vörn, 12 í sókn.
<strong>Njarðvík</strong>: Dedrick Deon Basile 30/6 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 21/4 fráköst, Lisandro Rasio 16/7 fráköst, Nicolas Richotti 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Mario Matasovic 11/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 2, Maciek Stanislav Baginski 2.
<strong>Fráköst</strong>: 23 í vörn, 9 í sókn.
<strong>Dómarar</strong>: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Johann Gudmundsson.
<strong>Áhorfendur</strong>: 450