Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Línur fyrir úrslitakeppnina eru heldur betur farnar að skýrast.
Phoenix Suns lagði Denver Nuggets, 119:115, þar sem Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Suns. Þá skoraði Chris Paul 25 stig, þar af voru sjö þristar, sem er met á hans ferli. Nuggets lék án Nikola Jokic en Bruce Brown var stigahæstur með 31 stig.
Nuggets hefur þegar tryggt sér efsta sæti Vesturdeildar og með sigrinum tryggði Phoenix sér fjórða sætið.
Utah Jazz eru úr leik en liðið á ekki lengur möguleika á úrslitakeppni. Það varð endanlega staðfest þegar liðið tapaði fyrir Oklahoma City Thunder í nótt, 114:98. Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur í liði Oklahoma með 22 stig en Kris Dunn var stigahæstur Utah-manna, einnig með 22 stig.
Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:
Cleveland Cavaliers 118:94 Orlando Magic
Miami Heat 129:101 Philadelphia 76'ers
Portland Trail Blazers 127:129 San Antonio Spurs
Oklahoma City Thunder 114:98 Utah Jazz
Denver Nuggets 118:119 Phoenix Suns