Íslandsmeistararnir svöruðu fyrir sig

Kristófer Acox Valsmaður reynir að komast að körfu Stjörnumanna í …
Kristófer Acox Valsmaður reynir að komast að körfu Stjörnumanna í leiknum í dag. Til varnar eru Armani Moore og Niels Gutenius. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmeistarar Vals svöruðu rækilega fyrir sig en Valsliðið vann 22 stiga sigur á Stjörnunni, 95:73, í 8-liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfuknattleik í Garðabænum í dag. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið í 1:1.

Stjarn­an vann fyrsta leik liðanna á Hlíðar­enda, 94:89, og það voru óvænt úr­slit því Vals­menn unnu deild­ina en Stjarn­an náði naum­lega átt­unda sæt­inu.

Valsliðið mætti sterkara til leiks og í gír til að svara fyrir úrsit fyrsta leiksins. Stjörnumenn voru aftur á móti klaufar og nýttu sínar sóknir illa. 

Stjörnumenn klúðruðu fullt af góðum skotum og voru heppnir að Valsliðið gerði síkt hið sama, bara í færri skipti. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 22:11, Val í vil. 

Sama má segja um annan leikhluta en þá skoruðu liðin þó ætíð meira. Valsmenn komust snemma 15-19 stigum yfir og héldu því út mestallan leikhlutann. Er liðin gengu til búningsklefa leiddi Valur með 17, 50:33. 

Pablo Bertone var bestur í Valsliðinu í fyrri hálfleik en hann setti heil 17 stig. 

Meira af því sama einkenndi þriðja leikhluta en Stjörnumenn höfðu fá svör við sóknar- og varnarleik Valsmanna. Í hvert skipti sem Stjörnumenn reyndu að koma sér inn í leikinn náðu þeir ekki að stoppa Valsmenn af. 

Valur leiddi með 22 stigum. 73:51, að þriðja leikhluta loknum, og fátt sem benti til þess að Stjarnan ætti einhvern möguleika í þeim fjórða. 

Stjarnan veitti Val hinsvegar aðeins meira mótspyrnu í fjórða leikhluta. Garðbæingar minnkuðu muninn minnst í 13 stig og í sama andartaki var lykilmaður Vals Kári Jónsson rekinn af velli með fimm villur. 

Stjörnumenn komust þó aldrei nær og agaðir Valsmenn gengu frá leiknum. Lokatölur 95:73 Val í vil. 

Bertone var stigahæstur í liði Vals með 27 stig, Callum Lawson átti einnig hörkuleik með 18 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Dagur Kár Jónsson var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 16 stig, eitt frákast og sex stoðsendingar. 

Afar sannfærandi Valssigur staðreynd og Íslandsmeistararnir vinna sér aftur inn heimavallarréttinn. 

Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn kemur á Hlíðarenda. 

Gangur leiksins:: 6:7, 9:13, 11:20, 11:22, 18:35, 25:44, 30:47, 33:50, 36:54, 38:58, 44:67, 51:73, 58:80, 69:82, 69:87, 73:95.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 16/6 stoðsendingar, Adama Kasper Darbo 10, Niels Gustav William Gutenius 9/6 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 8/11 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 8, Armani T´Bori Moore 7/7 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6, Kristján Fannar Ingólfsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Valur: Pablo Cesar Bertone 27, Callum Reese Lawson 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 13/6 fráköst, Ozren Pavlovic 12, Kristófer Acox 11/13 fráköst, Kári Jónsson 10, Ástþór Atli Svalason 2, Frank Aron Booker 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 427

Stjarnan 73:95 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert