Áberandi í sætum sigri

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik.
Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Zaragoza vann sætan 76:73-heimasigur á Gran Canaria í spænsku 1. deildinni í körfubolta í kvöld.

Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik fyrir Zaragoza, skoraði 14 stig og tók sex fráköst á 23 mínútum á gólfinu.

Zaragoza er í 12. sæti með 20 stig, sex stigum frá sæti í úrslitakeppninni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert