Þórsarar jöfnuðu einvígið

Eva Wium Elíasdóttir sækir að körfu Stjörnukvenna í kvöld.
Eva Wium Elíasdóttir sækir að körfu Stjörnukvenna í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór frá Akureyri vinn 84:79-sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í í úrslitaeinvígi um sigur í 1. deild kvenna í körfubolta. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur, því Stjarnan vann fyrsta leikhluta 27:13 og Þór annan leikhluta 35:14. Þór jók muninn í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 70:52, Þór í vil.

Stjörnukonur minnkuðu muninn í fjórða leikhluta, en tókst ekki að jafna. Staðan í einvíginu er 1:1 og fer þriðji leikurinn fram í Garðabæ á miðvikudaginn kemur.

Hrefna Ottósdóttir skoraði 26 stig fyrir Þór og Tuba Poyraz gerði 18 stig og tók 17 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna.

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 08. apríl 2023.

Gangur leiksins:: 4:9, 8:17, 11:20, 13:27, 22:30, 29:34, 39:35, 48:41, 50:41, 63:47, 68:48, 70:52, 70:59, 72:63, 77:66, 84:79.

Þór Ak.: Hrefna Ottósdóttir 26, Tuba Poyraz 18/17 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 14/8 fráköst, Madison Anne Sutton 13/11 fráköst/11 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 11/5 fráköst/8 stoðsendingar, Karen Lind Helgadóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 26, Ísold Sævarsdóttir 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Bára Björk Óladóttir 11, Riley Marie Popplewell 11/11 fráköst, Kolbrún María Ármannsdóttir 9/6 fráköst, Fanney María Freysdóttir 2, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Einar Valur Gunnarsson, Agnar Guðjónsson.

Áhorfendur: 160

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert