Tindastóll valtaði yfir Keflavík

Taiwo Badmus sækir að körfu Keflavíkur í kvöld.
Taiwo Badmus sækir að körfu Keflavíkur í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll er kominn í 2:0 í einvígi sínu gegn Keflavík í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta eftir 107:81-stórsigur í öðrum leik liðanna á Sauðárkróki í kvöld.

Heimamenn í Tindastóli byrjuðu betur og voru með 28:21-forskot eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar svöruðu hins vegar með góðum öðrum leikhluta og var staðan 45:43, Keflavík í vil, í hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var hins vegar eign Tindastólsmanna, sem skoruðu hverja þriggja stiga körfuna á fætur annarri og kaffærðu Keflvíkingum. Tindastóll vann leikhlutann 37:14 og var með leikinn í sínum höndum allan fjórða leikhlutann.

Taiwo Badmus skoraði 25 stig fyrir Tindastól, Sigtryggur Arnar Björnsson 22 stig og Keyshawn Woods 21. Dominykas Milka gerði 17 stig fyrir Keflavík.

Þriðji leikurinn fer fram í Keflavík á miðvikudaginn kemur og getur Tindastóll tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri.

Sauðárkrókur, Subway deild karla, 08. apríl 2023.

Gangur leiksins:: 9:2, 11:9, 18:17, 28:21, 32:21, 34:32, 40:36, 43:45, 49:47, 61:49, 72:53, 80:59, 83:65, 91:71, 103:77, 107:81.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 25/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 22/5 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 21, Pétur Rúnar Birgisson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10, Davis Geks 7, Adomas Drungilas 5/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Keflavík: Dominykas Milka 17, David Okeke 11/7 fráköst, Igor Maric 11, Horður Axel Vilhjalmsson 11/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 10, Eric Ayala 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 6, Magnús Pétursson 3, Halldór Garðar Hermannsson 2, Valur Orri Valsson 1.

Fráköst: 23 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 1500

Tindastóll 107:81 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert