Úrslitin ráðin í Austurdeildinni

LeBron James, D'Angelo Russell og félagar í LA Lakers unnu …
LeBron James, D'Angelo Russell og félagar í LA Lakers unnu mikilvægan sigur. AFP/Getty Images/Happy How

Úrslitin eru ráðin Austurmegin í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta vegna sigurs Brooklyn Nets á Orlando Magic, 101:82, í nótt. 

Milwaukee Bucks, Boston Celtics, Philadelphia 76ers, Cleveland Cavaliers, New York Knicks og Brooklyn Nets eru komin í úrslitakeppnina í þessari röð en svo bætast tvö af Miami Heat, Atlanta Hawks, Toronto Raptors og Chicago Bulls við, en þau fara í umspil um síðustu tvö sætin. 

Vestanmegin unnu Los Angeles Lakers mikilvægan heimasigur á Phoenix Suns, 121:107, en Phoenix-liðið hvíldi fjóra mikilvægustu leikmenn sína, enda öruggt með fjórða sætið. 

LeBron James náði sér ekki almennilega á skrið í nótt en hann setti aðeins 16 stig. D'Angelo Russell var stigahæstur í Lakers-liðinu með 24 stig en Anthony Davis tók 21 frákast. 

Lakers, sem er í sjöunda sæti, á enn smá möguleika að komast úr umspilssæti og beint í úrslitakeppnina en þá þarf annaðhvort Golden State Warriors að tapa síðasta leik sínum eða nágrannarnir í LA Clippers að tapa sínum síðustu tveimur. 

Öll úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Houston Rockets 112:109
Indiana Pacers - Detroit Pistons 115:122
Washington Wizards - Miami Heat 114:108
Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 131:136
Boston Celtics - Toronto Raptors 121:102
Brooklyn Nets - Orlando Magic 101:84
Milwaukee Bucks - Memphis Grizzlies 114:137
New Orleans Pelicans - New York Knicks 113:105
Dallas Mavericks - Chicago Bulls 112:115
Sacramento Kings - Golden State Warriors - 97:119
Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 121:107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert