Hamar mætir Skallagrími í úrslitum

Ragnar Ágúst Nathanaelsson og félagar í Hamri eru komnir í …
Ragnar Ágúst Nathanaelsson og félagar í Hamri eru komnir í úrslit umspilsins í 1. deild karla. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar úr Hveragerði mætir Skallagrími í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild karla í körfubolta að ári. Hamar vann Fjölni í Dalhúsum, 82:79, í fjórða leik liðanna en Hvergerðingar unnu einvígið 3:1.

Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Jose Medina Aldana dró vagninn hjá Hamri en hann skoraði 32 stig. Hjá Fjölni var Simon Fransis sigahæstur með 26 stig.

Eins og áður segir mætast Hamar og Skallagrímur því í úrslitaeinvíginu um sætið í efstu deild en fyrsti leikur liðanna fer fram í Hveragerði.

Gangur leiksins:: 2:3, 7:13, 11:21, 12:24, 17:26, 19:32, 25:39, 36:45, 40:47, 49:47, 51:57, 57:60, 60:62, 62:68, 69:71, 79:82.

Fjölnir: Simon Fransis 26/11 fráköst, Hilmir Arnarson 17/7 stolnir, Lewis Junior Diankulu 10/9 fráköst, Fannar Elí Hafþórsson 9, Brynjar Kári Gunnarsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ísak Örn Baldursson 3, Karl Ísak Birgisson 3, Rafn Kristján Kristjánsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Hamar: Jose Medina Aldana 32/4 fráköst/10 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 14/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/6 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 9, Daði Berg Grétarsson 7/6 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 7, Alfonso Birgir Söruson Gomez 2/7 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Johann Gudmundsson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert