Haukar á lífi eftir stórsigur á Val

Haukakonan Sólrún Inga Gísladóttir með boltann í dag.
Haukakonan Sólrún Inga Gísladóttir með boltann í dag. mbl.is/Óttar

Haukar eru enn á lífi á Íslandsmóti kvenna í körfubolta eftir 93:77-heimasigur á Val í þriðja leik liðanna í Ólafssal í undanúrslitum í dag. Er staðan í einvíginu því 2:1, Val í vil. Fjórði leikur einvígisins er á fimmtudaginn í Origo-höllinni á Hlíðarenda.

Valskonur byrjuðu ágætlega og voru með 16:10-forskot þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þá tóku Haukar leikhlé og við það gjörbreyttist leikurinn. Haukakonur skoruðu næstu 14 stig og voru með 24:16-forskot eftir leikhlutann.

Haukar héldu áfram að bæta í forskotið í öðrum leikhluta með sterkum varnarleik og vel skipulögðum sóknarleik. Að lokum munaði 17 stigum á liðunum í hálfleik, 44:27.

Heimakonur í Haukum voru áfram með undirtökin í þriðja leikhlutanum og varð munurinn mest 25 stig, 60:35. Að lokum munaði 21 stigi fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 76:55.

Hann reyndist formsatriði fyrir Haukakonur, sem sigldu afar sannfærandi sigri í hús og héldu sér á lífi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn árið 2023.

Keira Robinson skoraði 26 stig fyrir Hauka og tók auk þess 14 fráköst. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 21 stigi. Kiana Johnson skoraði 27 stig og tók átta fráköst fyrir Val.

Gangur leiksins:: 4:7, 10:14, 17:16, 24:16, 27:20, 27:24, 36:26, 44:27, 55:33, 63:39, 65:46, 76:53, 78:59, 85:64, 92:68, 93:77.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 26/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 21/5 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13/8 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 12/6 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 27/10 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 11/7 fráköst, Simone Gabriel Costa 11/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 11, Sara Líf Boama 7, Hildur Björg Kjartansdóttir 6/6 fráköst/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 277

Hildur Björg Kjartansdóttir skýtur að körfu Hauka í dag.
Hildur Björg Kjartansdóttir skýtur að körfu Hauka í dag. mbl.is/Óttar
Haukar 93:77 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert