Keflavík vann Njarðvík í þriðja leik liðanna, 79:52, í Keflavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta kvenna í kvöld.
Keflvíkingar lögðu grunninn að sigrinum snemma en liðið leiddi með 21 stigi í hálfleik. Njarðvíkingar klóruðu aðeins í bakkann í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta var eiginlega bara eitt lið á vellinum. Fór svo að lokum að deildarmeistarar Keflavíkur unnu sannfærandi 27 stiga sigur á grönnum sínum.
Katla Rún Garðarsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 16 stig en Daniela Morillo skoraði 14 stig og tók 18 fráköst. Hjá Njarðvík var Lavinia Da Silva stigahæst með 14 stig.
Fjórði leikur liðanna fer fram í Njarðvík á fimmtudag. Þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu og Njarðvíkingar geta knúið fram oddaleik.
Gangur leiksins:: 5:5, 9:5, 13:10, 21:12, 26:12, 32:14, 41:18, 45:21, 54:27, 55:31, 57:36, 57:43, 67:43, 70:48, 77:48, 79:52.
Keflavík: Katla Rún Garðarsdóttir 16, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Daniela Wallen Morillo 14/18 fráköst/8 stoðsendingar, Karina Denislavova Konstantinova 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Agnes María Svansdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 3, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2.
Fráköst: 37 í vörn, 7 í sókn.
Njarðvík: Lavinia Joao Gomes Da Silva 14/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 12/12 fráköst, Erna Hákonardóttir 9, Raquel De Lima Viegas Laneiro 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Rannveig Guðmundsdóttir 2.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jon Thor Eythorsson.
Áhorfendur: 189