Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti flottan leik fyrir Oviedo í framlengdum heimasigri á Almansa, 98:88, í spænsku B-deildinni í körfubolta.
Liðin eru bæði í fallbaráttu og var leikurinn því gífurlega mikilvægur. Þórir lék um 27 mínútur í leiknum og skoraði á þeim 13 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Oviedo er nú með átta sigra, líkt og Almansa en liðin eru í neðstu sætunum fyrir ofan fallsæti. Juaristi er í fallsæti með sjö sigra.