Vissum alveg að við gætum þetta

Tinna Guðrún með boltann í dag.
Tinna Guðrún með boltann í dag. mbl.is/Óttar

„Við mættum rosalega tilbúnar í leikinn,“ sagði Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, í samtali við mbl.is eftir 93:77-sigurinn á Val í þriðja leik undanúrslita Íslandsmótsins í körfubolta.

„Við fundum leiðir í gegnum pressuna þeirra, vorum þolinmóðar og fengum góð skot í sóknunum okkar,“ bætti Tinna við.

Staðan í einvíginu er nú 2:0, en Haukar hefðu farið í sumarfrí með tapi í kvöld. Það kom hins vegar aldrei til greina hjá Hafnarfjarðarliðinu.

„Við þurftum að undirbúa okkur andlega. Við vorum komnar með bakið upp við vegg og við þurfum að mæta mjög sterkar til leiks, sem við gerðum. Við vissum alveg að við gætum þetta, en hausinn var ekki alveg rétt skrúfaður á í fyrstu leikjunum, en hann var það í dag.“

Tinna átti góðan leik í dag, skoraði 21 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún var ánægð með dagsverkið. „Þetta snýst um að taka skotin sín. Þetta opnaðist ágætlega fyrir mig í dag og ég tók skotin. Mér leið vel á vellinum í dag,“ sagði Tinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert