Nenni ekki svona meðalmennsku aftur

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvíkinga, var að vonum súr með að vera kominn í sumarfrí eftir tap gegn Njarðvík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld.

Ólafur sagði sitt lið hafa byrjað leikinn illa líkt og í raun alla leikina þrjá gegn Njarðvík og það sé alltaf erfitt að moka sig upp úr holu sem þeir komu sér í. Ólafur var allt annað en sáttur með miðherja liðsins, Gkay Gaios, sem á ögurstundu gerði sig sekan um óíþróttamannslega framkomu sem olli því að hann var sendur í sturtu og Njarðvíkingar fengu vítaskot. 

Ólafur sendi svo netta sneið á forráðamenn Grindavíkur þegar hann sagðist ekki nenna að taka þátt í meðalmennsku með Grindavík á næsta ári. Vísaði hann í að liðið þyrfti sterkari leikmenn á næsta tímabili en samningur hans við Grindavík er búinn en hann átti von á að setjast fljótlega niður að ræða framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert