Úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik karla heldur áfram með tveimur leikjum í átta liða úrslitunum í kvöld.
Njarðvík er í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Grindavík þar sem liðið er búið að vinna báða leiki sína og leiðir því 2:0.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum og getur Njarðvík gert einmitt það með sigri á heimavelli í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 18.15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Í hinum leik kvöldsins mætast Íslands-, bikar- og deildarmeistarar Vals og Stjörnunnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda.
Í þeirri viðureign er allt í járnum enda staðan 1:1. Bæði lið hafa unnið sinn hvorn útileikinn og verða leikir liðanna að minnsta kosti fjórir.
Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 20.15.