Óvissa með þátttöku Kristófers

Kristófer Acox haltrar af velli í kvöld.
Kristófer Acox haltrar af velli í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta og fyrirliði Vals, meiddist í leik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda í kvöld.

Kristófer spilaði aðeins 13 mínútur og horfði á liðsfélaga sína vinna 96:89-sigur, eftir mikla spennu.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði í samtali við mbl.is í kvöld óvíst hve alvarleg meiðslin væru, eða hvort framherjinn verði klár í næstu leiki Vals í úrslitakeppninni.

Yrði um mikla blóðtöku fyrir Valsmenn að vera án Kristófers, sem er einn besti leikmaður Íslands í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert