Slóvenski körfuboltamaðurinn Jaka Brodnik sem leikur með Keflavík var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ.
Það er vegna framkomu hans í öðrum leik Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni á Sauðárkróki síðasta laugardagskvöld. Hann fékk þá brottrekstrarvillu þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Brodnik er því ekki með Keflvíkingum í þriðja leiknum gegn Tindastóli, sem nú stendur yfir í Keflavík. Vinni Keflvíkingar leikinn þá missir hann líka af fjórða leiknum sem þá fer fram á Sauðárkróki á laugardaginn.