Pétur Rúnar Birgisson bakvörður Tindastóls sagði sína menn hafa sér ætlað sigur í kvöld gegn Keflavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en að töluvert hafi vantað upp á hjá hans mönnum í kvöld.
Pétur sagði hans menn hafa vantað kraft í sinn leik og að þeir hafi aldrei náð að framkvæma þau verkefni sem stóðu til fyrir kvöldið. Pétur hrósaði Keflvíkingum fyrir kvöldið og sagði að þeir hafi vissulega átt sigurinn skilið.
Pétur sagði hins vegar að liðið geti ekkert slakað á og leyft sér að tapa einhverjum leikjum eins og í einhverri deild og bætti við að þeir Tindastólsmenn ætli að ljúka við verkefnið á laugardag.
Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.