Hamarsmenn tóku forystu

Hamarsmenn eru komnir í forystu en þurfa tvo sigra í …
Hamarsmenn eru komnir í forystu en þurfa tvo sigra í viðbót. mbl.is/Árni Sæberg

Hamar vann Skallagrím, 84:78, á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í efstu deild karla í körfubolta í kvöld. Þrjá sigra þarf til að fylgja Álftanesi upp í úrvalsdeildina.

Skallagrímur var yfir stóran hluta leiks og var staðan 60:52, þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Þar voru Hamarsmenn hins vegar mun sterkari og tryggðu sér sætan sex stiga sigur.

José Aldana skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Hamar og Brendan Howard gerði 20 stig. Keith Jordan skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Milorad Sedlarevic 17.

Annar leikurinn fer fram í Borgarnesi á sunnudaginn kemur.

Hveragerði, 1. deild karla, 13. apríl 2023.

Gangur leiksins: 3:2, 5:7, 11:12, 14:20, 18:27, 23:34, 30:34, 32:38, 36:41, 41:50, 44:54, 52:60, 60:64, 65:70, 70:71, 84:78.

Hamar: Jose Medina Aldana 30/10 fráköst/8 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 20/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 13/13 fráköst/7 varin skot, Elías Bjarki Pálsson 11, Björn Ásgeir Ásgeirsson 5/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 5.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 22/8 fráköst, Milorad Sedlarevic 17, Bergþór Ægir Ríkharðsson 12/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Marino Þór Pálmason 7, Almar Örn Björnsson 3, Davíð Guðmundsson 3, Kristján Örn Ómarsson 2, Orri Jónsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 268.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert