Daniela Wallen leikmaður Keflavíkur var ansi sátt með sigurinn gegn Njarðvík í úrslitakeppni körfuboltans í kvöld og þar með farseðilinn í úrslitaeinvígið.
Daniela sagði liðið hafa sett alla einbeitningu á sitt lið í þessu einvígi og það hafi skipt sköpum að lokum. Daniela minnti fljótlega á að Keflavík er ekki enn búin að vinna neitt og að nóg sé eftir af mótinu.
Aðspurð um óskamótherja í úrslitum sagðist Daniela ekki hafa neinar óskir þar um, skipti hana engu máli hvort það yrðu Haukar eða Valur.
Viðtal mbl.is við Danielu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.