Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var súr með tap sinna kvenna í kvöld gegn Keflavík þar sem að lið hans Njarðvík áttu í raun aldrei möguleika. Rúnar sagðist vonsvikinn með að hafa ekki sýnt meiri mótspyrnu gegn Keflavík í kvöld eins og raun bar vitni.
Rúnar sagðist strax í fyrsta leikhluta hafa fundið fyrir ákveðnu vonleysi hjá sínu liði eftir að Keflavík tók áhlaup á þær. Rúnar vildi kannski ekki fara mikið út í það en hann sagði lið sitt hafa saknað leiðtoga síns í einu og öllu, og átti þar við Allyah Collier.
Rúnar sagði að lokum að Njarðvík gæti verið stolt af sínu kvennaliði, Íslandsmeistara í fyrra og í topp fjórum núna í ár og að framtíðin væri björt.
Viðtal mbl.is við Rúnar má sjá spilaranum hér fyrir ofan.