Arnar úrskurðaður í tveggja leikja bann

Arnar Guðjónsson ræðir við dómara.
Arnar Guðjónsson ræðir við dómara. Kristinn Magnusson

Körfuknattleiksþjálfarinn Arnar Guðjónsson, aðalþjálfari karlaliðs Stjörnunnar og meðþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann. 

Bannið fær Arnar fyrir háttsemi í leik Stjörnunnar og Þórs Akureyrar í úrslitum 1. deildar kvenna sem fram fór 12 apríl. 

Arnar verður því í banni í dag og í oddaleik liðanna ef hann verður en Stjarnan er yfir, 2:1, í einvíginu. Liðin eru bæði komin upp en eru að spila um meistaratitil 1. deildarinnar.

„Með vísan til ákvæðis 2. ml. sbr. 1. ml. b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnar Guðjónsson, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Þórs Akureyrar, 1. deild kvenna, sem fram fór þann 12. apríl 2023,“ segir KKÍ í yfirlýsingu, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert