Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur sagt starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik lausu eftir að liðið féll úr leik gegn Tindastóli í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.
Keflavík þurfti á sigri að halda á Sauðárkróki í kvöld en tapaði þess í stað 79:97 og einvíginu þar með 1:3.
Hjalti Þór greindi frá því í samtali við fjölmiðla, þar á meðal Stöð 2 Sport og Körfuna, að um síðasta leik hans við stjórnvölinn hafi verið að ræða.
Hann tók við liðinu árið 2019 og þjálfaði Keflvíkinga því um fjögurra ára skeið.