Hjalti hættur með Keflavík

Hjalti Þór Vilhjálmsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Þór Vilhjálmsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur sagt starfi sínu sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfuknattleik lausu eftir að liðið féll úr leik gegn Tindastóli í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Keflavík þurfti á sigri að halda á Sauðárkróki í kvöld en tapaði þess í stað 79:97 og einvíginu þar með 1:3.

Hjalti Þór greindi frá því í samtali við fjölmiðla, þar á meðal Stöð 2 Sport og Körfuna, að um síðasta leik hans við stjórnvölinn hafi verið að ræða.

Hann tók við liðinu árið 2019 og þjálfaði Keflvíkinga því um fjögurra ára skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert