Miami og Minnesota tryggðu sér síðustu sætin

Jimmy Butler fagnar af látum í nótt.
Jimmy Butler fagnar af látum í nótt. AFP/Getty Images/Bryan Cereijo

Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni banarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik karla í nótt.

Miami-menn unnu heimasigur á Chicago Bulls, 102:91, þar sem Jimmy Butler og Max Strus fóru á kostum. Þeir settu báðir 31 stig fyrir Miami-liðið en Butler tók einnig fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á meðan Struss tók sex fráköst.

Miami mætir Milwaukee Bucks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en það verður afar krefjandi verkefni þar sem Milwaukee hafnaði í fyrsta sæti Austurdeildarinnar.

Minnesota tryggði sér sæti með þægilegum heimasigri á Oklahoma City Thunder, 120:95. 

Karl-Anthony Towns var atkvæðamestur í liði Minnesota með 28 stig, 11 fráköst og þrjár stoðsendingar. Rudy Gobert og Anthony Edwards áttu einnig góðan leik fyrir Minnesota, sá fyrrnefndi með 21 stig og síðarnefndi með 19. 

Minnesota mætir fyrsta sætinu Denver Nuggets í fyrstu umferð. 

Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í heild sinni:

Austanmegin:
Milwaukee Bucks - Miami Heat
Boston Celtics - Atlanta Hawks
Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets
Cleveland Cavaliers - New York Knicks 

Vestanmegin:
Denver Nuggets - Minnesota Timberwolves
Memphis Grizzlies - LA Lakers
Sacramento Kings - Golden State Warriors
Phoenix Suns - LA Clippers

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert