Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór á kostum í liði Alicante þegar liðið mátti sætta sig við tap, 87:74, fyrir Almansa á útivelli í spænsku B-deildinni í dag.
Ægir Þór gerði sér lítið fyrir og skoraði 25 stig ásamt því að taka eitt frákast og gefa eina stoðsendingu á 26 mínútum leiknum fyrir Alicante.
Alicante er þrátt fyrir tapið áfram í umspilssæti, því áttunda, með 17 sigra í 29 leikjum, en liðin í öðru til níunda sæti fara í umspil um laust sæti í spænsku ACB-deildinni.
Fimm umferðir eru óleiknar í spænsku B-deildinni.