Þór frá Akureyri hafði betur gegn Stjörnunni, 91:84, þegar liðin áttust við í fjórða sinn í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna á Akureyri í dag. Þór tryggði sér þannig oddaleik í Garðabæ í næstu viku.
Þórsara leiddu stærstan hluta leiksins og reyndist sigurinn að lokum sanngjarn.
Tuba Poyraz reyndist Þórsurum drjúg er hún skoraði 19 stig og tók 11 fráköst, en liðsfélagi hennar Heiða Hlín Björnsdóttir var sömuleiðis með 19 stig.
Hrefna Ottósdóttir bætti við 15 stigum og Madison Sutton skoraði 13 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Riley Popplewell var stigahæst í leiknum með 22 stig fyrir Stjörnuna auk þess sem hún átta fráköst. Kolbrún María Ármannsdóttir bætti við 14 stigum og sex fráköstum.
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði einnig 14 stig og Ísold Sævarsdóttir skoraði 13 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Staðan í einvíginu er nú 2:2 og fer fimmti leikurinn, oddaleikur, fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ þriðjudagskvöldið 18. apríl.
Höllin Ak, 1. deild kvenna, 15. apríl 2023.
Gangur leiksins:: 5:4, 14:11, 16:18, 22:25, 27:27, 31:29, 39:35, 48:37, 52:39, 57:45, 67:51, 71:58, 77:64, 82:66, 84:74, 91:84.
Þór Ak.: Tuba Poyraz 19/11 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 19, Hrefna Ottósdóttir 15, Madison Anne Sutton 13/8 fráköst/8 stoðsendingar, Rut Herner Konráðsdóttir 8/7 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 8, Eva Wium Elíasdóttir 8/5 stoðsendingar, Karen Lind Helgadóttir 1.
Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.
Stjarnan: Riley Marie Popplewell 22/8 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 14, Kolbrún María Ármannsdóttir 14/6 fráköst, Ísold Sævarsdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Bára Björk Óladóttir 8, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 6, Elísabet Ólafsdóttir 3, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2, Fanney María Freysdóttir 2.
Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: .
Áhorfendur: 150