Hilmar Pétursson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti góðan leik fyrir Münster þegar liðið hafði betur gegn Schwenningen, 93:82, í þýsku B-deildinni í dag.
Hilmar skoraði 14 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar á tæpum 22 mínútum hjá Münster og þriðji stigahæsti leikmaður liðsins.
Münster er í 14. sæti af 18 liðum og á ekki möguleika á að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni og er ekki heldur í hættu á að falla niður í C-deild.
Tvær umferðir eru óleiknar í þýsku B-deildinni.