Meistararnir töpuðu fyrsta leik

Domantas Sabonis treður með tilþrifum í nótt.
Domantas Sabonis treður með tilþrifum í nótt. AFP/Loren Elliott

Sacramento Kings gerði sér lítið fyrir og vann meistara Golden State Warriors á heimavelli í fyrsta leik einvígi liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Urðu lokatölur 126:123.

De’Aron Fox átti stórleik fyrir Sacramento og skoraði 38 stig. Malik Monk bætti við 32. Hjá Sacramento var Steph Curry atkvæðamikill að vanda með 30 stig og Klay Thompson gerði 21.

Þá er New York Knicks komið yfir gegn Cleveland Cavaliers eftir 101:97-útisigur. Jalen Brunson skoraði 27 stig fyrir New York og Julius Randle 19. Donovan Mitchell hjá Cleveland var stigahæstur allra með 36 stig.

Fjóra sigra þarf til að fara áfram í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert