Skallagrímur jafnaði metin gegn Hamri

Ragnar Nathanaelsson í leik með Hamri gegn KR fyrr á …
Ragnar Nathanaelsson í leik með Hamri gegn KR fyrr á tímabilinu. mbl.is/Árni Sæberg

Skallagrímur hafði betur gegn Hamri, 86:81, í öðrum úrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld.

Leikurinn var hnífjafn og æsispennandi stærstan hluta leiksins.

Staðan var jöfn, 36:36, í hálfleik, en í þriðja leikhluta sigldu Borgnesingar fram úr og leiddu með tíu stigum, 67:57, að honum loknum.

Hamar var ekkert á því að gefast upp og var búið að snúa taflinu við og leiddi með sex stigum, 79:73,  þegar rúmar tvær mínútur lifðu leiks.

Þá tóku heimamenn í Skallagrími aftur við sér og náðu forystunni á ný undir blálokin með því að komast í 82:81. Skallarnir skoruðu svo síðustu fjögur stig leiksins og tryggðu sér þannig fimm stiga sigur.

Staðan í einvíginu er nú 1:1, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sætið í úrvalsdeild.

Keith Jordan fór fyrir Skallagrími og skoraði 32 stig ásamt því að taka 13 fráköst.

Stigahæstur hjá Hamri og í leiknum var José Medina Aldana með 33 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar.

Skallagrímur - Hamar 86:81

Borgarnes, 1. deild karla, 16. apríl 2023.

Gangur leiksins:: 5:3, 7:7, 18:9, 21:15, 25:21, 28:21, 31:26, 36:36, 39:39, 49:46, 57:49, 67:57, 71:64, 71:69, 73:78, 86:81.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 32/13 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 12, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/8 fráköst/9 stoðsendingar, Milorad Sedlarevic 12/9 fráköst/8 stoðsendingar, Almar Örn Björnsson 7, Davið Guðmundsson 6, Marino Þór Pálmason 3, Orri Jónsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Hamar: José Medina Aldana 33/7 fráköst/7 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 13/9 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 10, Alfonso Birgir Söruson Gomez 9, Ragnar Águst Nathanaelsson 6/10 fráköst/4 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6, Daði Berg Grétarsson 4/9 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Eggert Þór Aðalsteinsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 689.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert