Hætt með Fjölni eftir eitt tímabil

Kristjana Eir Jónsdóttir ræðir við Fjölniskonur í vetur.
Kristjana Eir Jónsdóttir ræðir við Fjölniskonur í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksþjálfarinn Kristjana Eir Jónsdóttir hefur látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis, eftir eitt tímabil með liðið.

Samkvæmt yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Fjölnis er um sameiginlega ákvörðun hennar og félagsins að ræða.

Kristjana var ráðin til Fjölnis eftir að hún vann 1. deildina með ÍR á síðasta tímabili. Tímabilið var hins vegar erfitt hjá Kristjönu, því liðið vann aðeins átta leiki af 20 í úrvalsdeildinni, eftir að hafa orðið deildarmeistari á síðasta ári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert