Stjarnan vann í kvöld 67:57-heimasigur á Þór frá Akureyri í oddaleik liðanna í úrslitaeinvígi 1. deildar kvenna í körfubolta. Stjarnan vann einvígið 3:2.
Bæði lið leika í efstu deild á næstu leiktíð, en Stjarnan fagnar sigri í deildinni með sigrinum í kvöld.
Stjörnukonur voru með 36:25-forskot í hálfleik og tókst Þór ekki að jafna í seinni hálfleik, þrátt fyrir fína spretti, en Þór vann seinni hálfleikinn með einu stigi, sem dugði skammt.
Riley Popplewell skoraði 22 stig og tók 13 fráköst fyrir Stjörnuna. Ísold Sævarsdóttir bætti við 16 stigum, sjö fráköstum og átta stoðsendingum.
Tuba Poyraz skoraði 15 stig og tók 15 fráköst fyrir Þór. Hrefna Ottósdóttir gerði 14 stig.
Gangur leiksins: 3:2, 5:6, 12:10, 18:14, 27:14, 31:19, 31:23, 36:25, 42:31, 46:36, 49:42, 54:44, 54:44, 56:48, 58:55, 67:57.
Stjarnan: Riley Marie Popplewell 22/13 fráköst/7 stolnir/4 varin skot, Ísold Sævarsdóttir 16/7 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Diljá Ögn Lárusdóttir 15/5 fráköst/6 stolnir, Kolbrún María Ármannsdóttir 6/8 fráköst, Bára Björk Óladóttir 3, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 3, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn.
Þór Ak.: Tuba Poyraz 15/15 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 14, Heiða Hlín Björnsdóttir 10, Madison Anne Sutton 8/20 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 8/10 fráköst, Karen Lind Helgadóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn, 21 í sókn.
Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 482.