Leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta völdu Trae Young, bakvörð Atlanta Hawks, ofmetnasta leikmann deildarinnar í nafnlausri könnum sem the Athletic framkvæmdi.
Young fékk 14,8 prósent atkvæða. Þar á eftir komu Julius Randle hjá New York Knicks og Pascal Siakam, leikmaður Toronto Raptors.
Trae Young skoraði 26,2 stig og gaf 10,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Atlanta á leiktíðinni.
Í sömu könnum kusu leikmenn Jrue Holiday hjá Milwaukee Bucks vanmetnasta leikmann deildarinnar.