Óvæntur sigur Þróttar – Valsmenn lentu í vandræðum

Þrótarar fagna sætum sigri í kvöld.
Þrótarar fagna sætum sigri í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þróttur úr Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið utan Bestu deildarinnar til að slá út lið í deild þeirra bestu í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Þróttarar heimsóttu þá Framara og fögnuðu 3:2-útisigri.

Emil Skúli Einarsson var áberandi hjá Þrótti í fyrri hálfleik, því hann skoraði á 6. og 30. mínútu. Þess á milli jafnaði Orri Sigurjónsson fyrir Fram á 12. mínútu.

Izaro Abella kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir á 43. mínútu og var staðan í hálfleik 3:1. Tiago Fernandes lagaði stöðuna fyrir Fram á 65. mínútu, en nær komust heimamenn ekki.

Valsmenn lentu óvænt í vandræðum gegn RB úr 5. deild, en unnu að lokum 4:1-sigur. Hilmar Starri Hilmarsson kom Val yfir á 20. mínútu, en átta mínútum síðar jafnaði Alexis Alexandrenne afar óvænt.

Þorsteinn Emil Jónsson skoraði í lok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 2:1, Val í vil. Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson tryggðu Val að lokum öruggan þriggja marka sigur með mörkum undir lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert