„Við vorum óskynsöm,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við mbl.is eftir tap liðsins gegn Val, 66:69, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginÍslandsmóts kvenna í körfubolta í Keflavík í kvöld.
„Þetta er ekkert spes en á sama tíma þá er bara 1:0. Það er löng rimma framundan þannig áfram gakk.“
Keflavík var yfir með 13 stigum í byrjun síðari hálfleiksins en missti forskotið niður og tapaði að lokum leiknum. Hörður vill meina að hans lið hafi ekki verið nógu skynsamt.
„Mér fannst við óskynsöm. Þær voru óskynsamar sóknarlega og flýttu sér of mikið. Við vorum að tapa mikið af óþarfa boltum sem skilaði körfum í bakið á okkur. Það gefur þeim meðbyr undir báða vængi í að keyra á okkur.
Í kvöld eru samt fullt af jákvæðum punktum. Margar sem gerðu vel en einnig margar sem eiga mikið inni, þannig ég er spenntur fyrir framhaldinu.“
Hvað þurfið þið að gera til að jafna einvígið á Hlíðarenda?
„Við þurfum að vera skynsamari og spila betur saman. Að spila sem lið er lykilinn að okkar árangri,“ en næsti leikur liðanna er á Hlíðarenda á laugardaginn kemur.