Bið stuðningsmenn afsökunar

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, talaði tæpitungulaust eftir afhroð hans manna gegn Tindastól í undanúrslitum Íslandmótsins í körfuknattleik. 

Benedikt byrjaði á að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á frammistöðu kvöldsins og sagði það ekki breyta máli í hvaða krók og kima leiksins væri skoðað, þá var leikur Njarðvíkinga engan vegin boðlegur.  

Benedikt bætti við að næsti leikur liðanna myndi skera úr um það hvort liðið væri í raun stakk búið til þess að slást um titil yfir höfuð. 

Benedikt sagðist sjaldan á ferlinum hafa liðið eins illa eftir leik og bætti við að það væri ekki hægt að taka liðið alvarlega eftir svona leik. 

Benedikt sagði eina jákvæða við þetta væri að liðið fengi tækifæri til að hefna sín og sýna fram á að það ætti skilið að vera á þessum stað í úrslitakeppninni.

Viðtalið má sjá hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert