Memphis Grizzlies vann sterkan heimasigur á LA Lakers, 103:93, í átta liða úrslitum úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt og jafnaði þar með einvígið í 1:1.
Memphis-liðið var sterkari aðilinn mestallan leikinn og hleypti Lakers aldrei nálagt sér en Ja Morant, stórstjarna Memphis, meiddist í síðasta leik og var ekki með í nótt.
Xavier Tillman steig óvænt upp í hans fjarveru og setti 22 stig, tók 13 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur í liði Lakers með 28 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar.
Giannis Antetokounmpo lausir Milwaukee Bucks jöfnuðu einvígið sitt við Miami Heat, 1:1, með sannfærandi heimasigri, 138:122, í nótt.
Jrue Holiday fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Jimmy Butler sá mest til sólar Miami megin en hann skoraði 25 stig.
Denver Nuggets er komið í góða stöðu eftir þægilegan heimasigur á Minnesota Timberwolves, 122:113, í nótt.
Jamal Murray átti stórleik fyrir Denver-liðið en hann setti 40 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Anthony Edwards átti sömuleiðis frábæran leik fyrir Minnesota en hann setti 41 stig, tók 2 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.