Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir Rytas gegn sínu gamla liði Siauliai á heimavelli þegar liðin mættust í efstu deild Litháens í körfuknattleik í dag.
Leiknum lauk með öruggum sigri Rytas, 109:84, en Elvar Már skoraði 10 stig, tók þrjú fráköst og gaf 10 stoðsendingar á þeim 25 mínútum sem hann lék.
Rytas er í öðru sæti deildarinnar með 22 sigra eftir 28 leiki, tveimur stigum minna en topplið Zalgiris Kaunas.