Undanúrslitin hefjast í kvöld

Dedrick Basile í leik Njarðvíkur og Tindastóls fyrir ári.
Dedrick Basile í leik Njarðvíkur og Tindastóls fyrir ári. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Undanúrslitin í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik hefjast í kvöld með leik Njarðvíkur og Tindastóls í Ljónagryfjunni. 

Undanúrslitin í ár eru þau nákvæmlega sömu og í fyrra en þá mættust Njarðvík og Tindastóll og Valur og Þór Þorlákshöfn.

Njarðvíkingar höfnuðu í öðru sæti deildarkeppninnar en Tindastóll í því fimmta. Á leið sinni í undanúrslitin sópaði Njarðvík Grindavík, 3:0, og koma því úthvíldir í leik kvöldsins. 

Tindastóll spilaði leik meira, en Sauðkrækingar unnu sigur á Keflavík, 3:1. 

Njarðvík vann báða leiki liðanna í deildarkeppninni, fyrst 91:68 burst á sínum heimavelli og svo 94:86 útisigur í Skagafirðinum. 

Allt annað Tindastólslið hefur mætt eftir að goðsögnin Pavel Ermol­in­skij tók við liðinu, má því búast við frábærri rimmu sem hefst á uppseldri Ljónagryfju í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert