Skotbakvörðurinn Hilmar Smári Henningsson lék frábærlega fyrir nýliða Hauka, uppeldisfélag sitt, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á tímabilinu. Sem nýliðar höfnuðu Haukar í þriðja sæti en féllu úr leik í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir æsispennandi rimmu við Þór frá Þorlákshöfn.
„Upplifunin af seríunni var frábær. Þetta voru tvö mjög jöfn lið að berjast allan tímann. Bæði lið lentu í einhverju veseni í seríunni enda fór hún í fimm leiki.
En þetta valt að lokum á einni körfu, einu víti eða einu frákasti til eða frá, sem hefði getað komið öðru hvoru liðinu áfram. Þetta var mjög svekkjandi okkar megin en fer í reynslubankann,“ sagði Hilmar í samtali við Morgunblaðið.
Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.