Ægir Þór Steinarsson og liðsfélagar hans hjá Alicante unnu 78:69-heimasigur á Oviedo í Íslendingaslag í B-deild Spánar í körfubolta í kvöld.
Ægir átti góðan leik fyrir Alicante og skoraði 19 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 25 mínútum.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoraði tvö stig fyrir Ovideo, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á 20 mínútum.
Alicante er í sjötta sæti deildarinnar með 48 stig og í baráttunni um að fara í umspil um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Oviedo er í 13. sæti með 39 stig.