Kristófer ekki með í kvöld

Kristófer Acox í leik gegn Stjörnunni fyrr í mánuðinum.
Kristófer Acox í leik gegn Stjörnunni fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox, fyrirliði ríkjandi Íslandsmeistara Vals, getur ekki tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Þór frá Þorlákshöfn í undanúrslitaeinvígi úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Kristófer meiddist á kálfa í þriðja leik Vals gegn Stjörnunni í átta liða úrslitunum og fór snemma af velli í þeim leik.

Hann kom af þeim sökum ekkert við sögu í fjórða leiknum þegar Valur tryggði sér 3:1-sigur í einvíginu og samkvæmt Körfunni verður Kristófer heldur ekki með í kvöld.

Leikur Vals og Þórs hefst klukkan 19.15 að Hlíðarenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert