Nick Nurse hefur verið vikið úr starfi þjálfara Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hafa verið við stjórnvölinn undanfarin fimm ár.
Undir stjórn Nurse tókst Toronto ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í ár.
Toronto stóð hins vegar uppi sem NBA-meistari vorið 2019, á fyrsta tímabili Nurse við stjórnvölinn. Sem ríkjandi meistarar komust Toronto í undanúrslit Austurdeildar árið 2020 en auðnaðist ekki að komast í úrslitakeppnina ári síðar.
Á síðasta ári tókst það að nýju en féll Toronto úr leik átta liða úrslitum. Árangurinn var því upp og ofan hjá Nurse á meðan stjóratíð hans stóð.
Eftir tíðar viðræður við Masai Ujiri, forseta félagsins, undanfarnar vikur varð það ljóst að þeim væri ekki stætt á frekara samstarfi og hefur Nurse því verið leystur frá störfum.
Nurse var kjörinn þjálfari ársins í NBA-deildinni árið 2020 og er sagður ofarlega á lista Houston Rockets, sem er nú í þjálfaraleit.
Masai Ujiri and Nurse met several times since the end of the season to discuss how they might move forward together, but a breakup felt inevitable. Nurse had one year and $8M-plus left on his deal, sources said.
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) April 21, 2023