Martin drjúgur í mikilvægum sigri

Martin Hermannsson með boltann.
Martin Hermannsson með boltann. Ljósmynd/Valencia Basket

Valencia lagði Bilbao, 95:88, á heimavelli í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld.

Martin Hermannsson spilaði tæplega 24 mínútur og skoraði á þeim 12 stig, tók 2 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum í tvígang. Martin var næst stigahæsti leikmaður Valencia í leiknum.

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Valencia í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í 8. sæti, sem er neðsta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Breogan er í 9. sæti, fjórum stigum á eftir Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert