Skallagrímur knúði fram oddaleik

Björgvin Hafþór Ríkharðsson í leiknum í kvöld.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Skallagrímur lagði Hamar, 91:79, í Borgarnesi í kvöld, í fjórða leik úrslitaeinvígis umspilsins um sæti í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Borgnesingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en eftir fyrsta leikhluta leiddi liðið með fimm stigum. Í öðrum leikhluta gaf Skallagrímur svo í en staðan í hálfleik var 50:37, heimamönnum í vil.

Hamar reyndi að koma til baka í seinni hálfleik en það gekk ekki, og lokatölur í Borgarnesi því 91:79, Skallagrími í vil.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson var stigahæstur í liði Skallagríms en hann skoraði 25 stig og tók þar að auki 11 fráköst. Keith Jordan Jr. var einnig frábær en hann skoraði 22 stig og tók 17 fráköst.

Hjá Hamri var José Medina Aldana stigahæstur en hann skoraði 34 stig. Ragnar Ágúst Nathanaelsson kom næstur með 19 stig og 13 fráköst.

Einvígið fer því alla leið í oddaleik þar sem mun ráðast hvort liðið leikur í efstu deild á næsta tímabili. Oddaleikurinn fer fram í Hveragerði á mánudagskvöld.

Gangur leiksins:: 8:5, 12:7, 16:11, 20:15, 28:23, 37:28, 45:32, 50:37, 55:45, 62:52, 67:59, 71:61, 71:67, 76:71, 84:74, 91:79.

Skallagrímur: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 25/11 fráköst/8 stoðsendingar, Keith Jordan Jr. 22/17 fráköst/7 stoðsendingar, Milorad Sedlarevic 21/5 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14, Orri Jónsson 7, Kristján Örn Ómarsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 12 í sókn.

Hamar: Jose Medina Aldana 34/7 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 19/13 fráköst, Brendan Paul Howard 13/11 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6, Daði Berg Grétarsson 4/4 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jon Thor Eythorsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 766

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert