Lakers og Miami tóku forystuna

Anthony Davis treður boltanum í leiknum í nótt. Hann endaði …
Anthony Davis treður boltanum í leiknum í nótt. Hann endaði sem stigahæsti maður LA Lakers. AFP/Harry How

Los Angeles Lakers og Miami Heat unnu góða sigra í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt og leiða nú bæði einvígin sín, 2:1.

Lakers lagði Memphis Grizzlies, 111:101, þar sem að sannkallaður stórleikur Ja Morant fyrir Memphis dugði ekki til. Morant skoraði 45 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. 

Hjá Lakers var Anthony Davis stigahæstur með 31 stig en hann tók að auki 17 fráköst. LeBron James kom næstur með 25 stig og 9 fráköst.

Miami Heat vann góðan sigur á Milwaukee Bucks, 121:99. Jimmy Butler var stigahæstur í liði Miami með 30 stig en Duncan Robinson kom næstur með 20 stig af bekknum. Hjá Milwaukee var Khris Middleton stigahæstur með 23 stig en miklu munaði um það að Giannis Antetokounmpo, einn allra besti leikmaður deildarinnar, var ekki með í leiknum vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert