Kristófer er með í kvöld

Kristófer Acox í leik gegn Stjörnunni fyrr í mánuðinum.
Kristófer Acox í leik gegn Stjörnunni fyrr í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristófer Acox, fyrirliði ríkjandi Íslandsmeistara Vals, mun spila með liðinu gegn Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslands­móts karla í körfu­bolta í Þorlákshöfn í kvöld. Þór er yfir í einvíginu, 1:0.

Kristó­fer meidd­ist á kálfa í þriðja leik Vals gegn Stjörn­unni í átta liða úr­slit­un­um og fór snemma af velli í þeim leik. Hann hefur ekki spilað með Valsmönnum síðan. Fyrirliðinn hitaði upp fyrir fyrsta leik liðanna um daginn en spilaði síðan ekkert. 

Hann er hinsvegar klár í slaginn í kvöld og er mættur að hita upp ásamt Valsliðinu klukkutíma fyrir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert