Körfuknattleiksdeild Hattar hefur samið við þrjá leikmenn karlaliðsins um að leika áfram með því á komandi árum.
Höttur hélt sæti sínu í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn í sögunni en fyrir nýafstaðið tímabil hafði liðið ávallt stoppað stutt í deildinni og fallið beint aftur niður í næstefstu deild.
Tveir uppaldir Hattarmenn, þeir Óliver Árni Ólafsson og Gísli Þórarinn Hallsson, eru á meðal þeirra sem skrifuðu undir nýa samninga. Óliver Árni samdi til þriggja ára og Gísli Þórarinn til eins árs.
Þá heldur Króatinn Matej Karlovic kyrru fyrir eftir að hafa verið hjá Hetti undanfarin fjögur tímabil. Skrifaði Karlovic undir tveggja ára samning.