Skoruðu tæplega helming stiga Bostons

Jayson Tatum átti stórleik í nótt.
Jayson Tatum átti stórleik í nótt. AFP/Kevin C. Cox

Þeir Jaylen Brown og Jayson Tatum fóru mikinn fyrir Boston Celtics þegar liðið heimsótti Atlanta í fjórða leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni bandarísku NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með naumum sigri Boston, 129:121, en þeir Brown og Tatum skoruðu 31 stig hvor. 

Boston leiðir 3:1 í einvíginu en fimmti leikur liðanna fer fram í Boston á morgun og geta Boston-menn tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum með sigri annað kvöld.

Þá skoraði Anthony Edwards 34 stig fyrir Minnesota Timberwolves þegar liðið minnkaði muninn í einvígi sínu gegn Denver Nuggets, 1:3.

Edwards skoraði 34 stig í nótt, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar en leiknum lauk með sex stiga sigri Minnesota, 114:108.

Næsti leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn kemur í Denver.

Úrslit næturinnar í NBA:

Atlanta – Boston 121:129
Minnesota – Denver 114:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert