Daniela Wallen, sem hefur verið drjúg fyrir Keflavík í allan vetur, var liðinu svo sannarlega dýrmæt í kvöld þegar það stóð frammi fyrir því að vera sópað í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val.
Daniela skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst í leiknum og var að öðrum ólöstuðum klárlega maður leiksins.
Daniela sagði lið sitt ekki hafa haft neinu að tapa fyrir þennan leik og að það hafi viljað koma sér í sinn gamla gír og þá sérstaklega varnar megin í leiknum.
Hún bætti svo við að Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari liðsins, hafi sagt í aðdraganda þessa leiks að liðið þyrfti að sýna mikla baráttu og í raun spila eins og liðið hefur gert í vetur.