NBA-deildin í körfuknattleik hefur úrskurðað Dejounte Murray, leikmann Atlanta Hawks, í eins leiks bann fyrir að ýta við dómara eftir að fjórða leik liðsins við Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar lauk á dögunum.
Atlanta tapaði leiknum 121:129 og er 1:3 undir í einvíginu. Vinna þarf fjóra leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Eitthvað var Murray ósáttur í leikslok þar sem hann ýtti við einum dómaranum og fékk honum um leið orð í eyra.
Liðin mætast í fimmta leik í nótt, þar sem Murray tekur út leikbannið.
Dejounte Murray bumps referee at the end of the Atlanta Hawks Boston Celtics playoff game 4 #nba pic.twitter.com/Km0DFU1gSM
— mcbuckets (@creatorjordan23) April 24, 2023